Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

26 September 2008

Bolalda fimmtud. 25/9

Fór með Kjartani upp í Bolöldu eftir vinnu, vorum komnir um 17:30 á hjólin og hjóluðum til 19:30. Geðveikt gott veður, fórum ekkert í brautina heldur fórum upp í dal tókum hring þar og svo upp brekkuna góðu Jósepsdalsskarð og niður gilið hinum megin svo eftir slóðum niður að veg Blákolinsveg, og yfir Draugshlíðar. Fínn túr en afturdekkið alveg búið hjá mér og moldin og grasið blautt þannig að maður fór rólega þar sem ekki var grjót. Nú er kominn tími til að græja ljósin á hjólið því ef maður fer oftar eftir vinnu þá endar maður í myrkri.

13 September 2008

Mosó föstud. 12/9

Fór með Kjartani út í mosóbraut beint eftir vinnu. Vorum í brautinni frá um 17 til 19:30. Frábærar aðstæður, brautin blaut en ekki eins blaut og síðustu viku og ekki rigning. Pakningar farnar á framdempurunum hjá mér þannig að það þarf eitthvað að eiga við hjólið í næstu viku.

06 September 2008

mosó föstud. 5/9

Fór með Kjartani upp í mosóbrautina. Brautin blaut og sleip á nokkrum köflum en annars gott grip. Var með nýtt framdekk AC10 og nýja EVS Revo 5 brynju sem ég fílaði ágætlega, en var soldið ragur til að byrja með þar sem ég fann að ég missti nokkrum sinnum grip að framan þar sem brautin var sleipust. Vorum frá c.a. 18 og ég var að koma heim rétt fyrir 9 en þá var birtan búin. Hannibal kom upp í braut en bara til að horfa á. Helvíti langar mig mikið í SX hjól núna.