Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

15 January 2007

Svínaskarð sunnud. 14/1

Fór með Hannibal, Kjartani, Valda og einum öðrum upp í svínaskarðið í gær. Ferðin gekk vel til að byrja með en heimleiðin ekki svo vel. Hjólið hjá mér bilaði þegar við vorum komnir upp brekkuna við fyrsta gilið og endaði ferðin á því að við Kjartan þurftum að íta hjólinu í c.a. tvo tíma í gegnum skaflana á meða Hannibal brunaði í bæinn eftir hjálp. Óli Jóhann og Bensi komu svo með Hannibal á Landcruiser með kerru til að ná í okkur þegar við vorum búnir að skilja mitt hjól eftir við hliðið og vorum orðnir bensínlausir á Kjartans hjóli.
Komum ekki heim fyrr en rúmlega níu um kvöldið. Svona ferð verður ekki farin aftur. Nú er það bara að selja draslið og fá sér fjórgengis krossara.




Lagt af stað í góðum gír.



Valdi tók smá kennslu í kornís niður brekkuna.




Kjartans hjól reist við.





Hjólin komin heim á kerrunni.


Fleiri myndir inni á http://hakon.smugmug.com/gallery/2326024/1/121671976

07 January 2007

Úlfarsfell sunnud. 7/1


Fór með Kjartani og Hannibal í túr upp á Úlfarsfellið. Nokkura gráðu frost og smá snjóföl yfir. Dekkjastandurinn kom í vikunni og var settur upp og prófaður þegar Kjartan skipti yfír á nagladekkinn. Fyrsti túrinn með hjálmljósið en það ekkert notað þar sem Hannibal var á loftlausu að aftan og því var farið snemma heim.

Myndir inn á http://hakon.smugmug.com/gallery/2326024/1/121671976