Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

12 September 2010

Motomos laugard. 11/9

Fór með Lúlla, Lindu og Kjartani í motomos á nýja hjólinu. Þvílíkur munur frá 450 hjólinu, þetta er miklu léttara og tekur ekki eins mikið á í brautinni. Fyrsti gírinn líka miklu lægri þannig að það ætti að virka vel í brölt. Fer í gang ef maður rekur sig í startsveifina, heitt eða kalt. Ekkert nema hamingja. Þarf bara að láta taka framdemparana í gegn og skipta um bremsuklossa að framan.

09 September 2010

"nýtt hjól" mánud. 6/9

hafði samband við strák sem var að auglýsa 2003 250sx og bauð honum slétt skipti á 450 hjólinu. Hann tók því vel og gengum frá því en ég tók samt ýmislegt af mínu hjóli áður en við skiptum því að ýmislegt á 250 hjólinu var orðið lélegt, hélt afturdemparanum afturgjörðinni, avs bremsuhaldfanginu og loftsýunni. Fór svo með hjólið´til Einars til að láta sjóða pústfestingu fasta sem var brotin á fremri pípunni.
Nú er bara að fara í gegnum hjólið aðeins, skipta um olíu, höldur, stilla dempara og þess háttar og svo fara eitthvað að prófa það.

Endurokeppni Jaðar laugard. 4/9

Skráði mig í B flokk í minni fyrstu enduro keppni og fór með Lúlla og Kjartani af stað snemma á laugardagsmorguninn. Keypti nýtt afturdekk daginn áður og skipti um um kvöldið. Þegar við komum á staðinn kom í ljós að ég hafði gatað slönguna þegar ég skiptu um dekk þannig að við tókum dekkið af og bættum hana. Komst þó fyrst með hjólið í gegnum skoðun án athugasemda með það.´
Í fyrsta hring tókst mér að fjúga á hausinn niður gil sem stígurinn lá meðfram og festa mig í mýri þar eftir smá hjálp frá starfsmönnum við að koma mér aftur upp þá var haldið áfram en ég réð ekki við þessa þröngu stíga og var alltaf á kúplingunni og hitaði hjólið og þreytti mig þannig að ég drap á hjólinu í öðrum hring og kom því ekki í gang fyrr en eftir mikið puð og pásur þar sem maður missti alla fram úr sér. Langar í tvígengis eftir þetta.

MXS æfingar 16, 23 og 25 ágúst

Fór á þrjár MXS æfingar í ágúst og var ósáttur við bremsurnar á tveim fyrstu þannig að ég fór með hjólið til Einars þar sem Gunni Sölva gerði við þetta eins og hann gat og benti mér svo á að fá mér AVS bremsuhaldfang sem ég gerði og þetta var allt annað líf á síðust æfingunni. Allt í einu var hægt að bremsa.