Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

30 March 2008

Sólbrekka sunnud. 30/3

Fór í skúrinn um hálf níu í morgun og skipti nagladekkinu að aftan út fyrir slitið S12. Biggi kom svo rúmlega níu setti í loftsíu í Kawann og svo fórum við á Hiacinum til Gulla. Hann var steinsofandi þegar við komum svo við þurftum að reka hann á fætur og setja 400 hjólið í bílinn. Fórum svo upp í Sólbrekku þar sem bossinn hans Bigga var kominn til að prufa hjólin. Gaurinn búinn að galla sig upp í Ameríkunni en eftir að kaupa hjólið. Brautin var ansi hörð í byrjun en svo þegar fullt af liði var komið í brautina og búið að keyra hana til var þetta bara gaman. Soldið rok sem gerði stökkin spennandi, lennti einu sinni þegar ég treysti á rokið í því að ekkert rok var þannig að ég lenti eftir stökk í 4 þannig að ég keyrði beint út úr brautinni. Kom heim um hálffjögur eftir frábæran dag.

22 March 2008

Bolalda laugard. 22/3

Fór með Kjartani og Gulla upp í Bolöldu, vorum komnir upp eftir um 8:30 og hjóluðum til um 11:30. Fínt veður til að byrja með en þegar við fórum upp í J.dal. lentum við í bili. Fullt af snjó og harðfenni ennþá og allt í klaka upp í dal. Reyndum ófáar brekkurnar og Gulli var að stökkva í einhverjum hengjum. Greinilegt að Kjartan var best dekkjaður af okkur og fór lengst í harðfennisbrekkunum. Við Gulli verðum báðir komnir á Trella næsta vetur.

16 March 2008

Bolalda sunnud. 16/3

Fór með Kjartani upp í Bolöldu, allt í snjó en snjórinn troðinn alveg upp í dal. Hægt að hjóla ef ferðinni var haldið en sátum fastir þess á milli. Fórum alveg innst inn í dalinn og tókum svo nokkrar ferðir fram og til baka í dældinni við hliðina á veginum upp i dal. Kjartan kom um 8 og við vorum komnir til baka um hádegið. Fínn sunnudagsmorgunn.