Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

31 October 2005

Skrúfur

Jæja keypti skrúfur sem maður setur í að utan. Fékk 250 í pakka í Nítró og er búinn að setja um helmingin af þeim í. Nú er bara spáð hlýnandi veðri þannig að maður verður nú ekkert að flýta sér að setja skrúfu-dekkin undir. Gulli kom í kvöld og við settum gluggana í bílskúrana. Ætla að reyna að vera duglegur að vinna í skúrunum næstu kvöldin og um næstu helgi.

29 October 2005

Vetur

Er mikið að spá í að hvað maður eigi að gera nú þegar vetur er kominn.
Valmöguleikarnir eru nokkrir:
0 Ekkert- hjóla bara á venjulegum dekkjum=> verður væntanlega lítið hjólað.
1 Kaupa nagladekk => kostar um 40þ.kr.
2 Kaupa skrúfur sem skrúfast að utan á dekkin.=> grunar að gripið sé eitthvað betra en á nöglum en veit ekki með endinguna
3 Kaupa skrúfur sem fara í gegnum dekkin => held að það gefi besta gripið.
Fann þetta á spjalli motocross.is: Skrúfur: 600 stk af 4,0x25mm ryðfríum skrúfum með skrúfgangi alveg upp að haus Dekk ekki of stóra kubba og sem flesta = fleiri skrúfur, dekkin úr hörðu gúmmíi.Aðferðin:spreyja dekkin að innan með hvítu spreyi svo götin sjáist. Bora dekkið að utan frá með 2mm bor og inn í dekkið 2-3 skrúfur/kubb. Festa slöngur inn í dekkin með límkítti.
Hallast mest að aðferð nr. 2 ætla að skoða það í næstu viku.

24 October 2005

Mosó sunnud.23/10

Fór með Gulla í mosó í gær. Vorum um 2 tíma að hjóla. Frábært veður og svaka gaman.

17 October 2005

Tóta


Hér er mynd af nýjasta fjölskyldumeðliminum henni Tótu sem kom til okkar á þriðjudeginum fyrir 3 vikum síðan. þá 8 vikna gömul.


Fengum mynd af bilnum

10 October 2005

Mosó laugard. 8/10

Fór í mosó með Gulla og Hannibal. Fórum nokkra hringi og svo smá túr með Einari og tveim öðrum. Missti hjólið á kaf í fyrstu ánni og komum því í gang eftir að hafa skipt um kerti og djöflast aðeins á því. Kláraði svo túrinn með Hannibal. Ansi skemmtileg leið sem þarf að fara aftur fljótlega.

07 October 2005

Bílakaup

Jæja erum endanlega að gefast upp á golfinum og búin að fjárfesta í Dodge Dakota sem keyptur var fyrir okkur á miðvikudaginn í Kanada af www.import.is höfum ekki ennþá fengið mynda af bílnum en það sem við vitum er að þetta er Quad Cab árg. 2002, svartur, með plastloki yfir palli 4,7L V8, AT,CD,CC,PL,PW,AC og ekinn 67k km.

04 October 2005

Mosó mánud 3/10

Jæja ekkert verið hjólað lengi vegna anna við bílskúrsbyggingu, afmælisveislu og hundauppeldi. Við Gulli drifum okkur þó aðeins upp í gryfjur í gærkveldi. Vorum komnir þangað um 7 og náðum ekki nema 3 hringjum í brautinni og tókum svo nokkur stökk. Náðum að hjóla rúman hálftíma, stutt en gott. Fyrsti túr á nýju afturdekki.
Hér eru tímar á sólsetur og myrkur fyrir nokkra daga í okt.
1 okt. 18:58 19:45
10 okt. 18:26 19:14
20 okt. 17:52 18:41
31 okt. 17:15 18:08