Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

31 August 2004


Ekkert verið drullumallað síðan á fimmtudaginn í síðustu viku vegna veðurs og anna. Hafsteinn vill þó fara að hjóla fljótlega og spurði um daginn hvort að mér fyndist skemmtilegra að hjóla með sér eða kallinum, ég færi alltaf með kallinum en ekki með honum. Ég lofaði honum að fara næst með honum. Hlynur brosir af þessu öllu.

29 August 2004


Fyrir þremur vikum bættist svo annar krossari í flotann hjá okkur KTM200EXC sem við keyptum af Hannibali. Þetta er hjólið hennar Heiðu segir hún eftir að hafa prófað hjólið uppi á Álfsnesi. Ég er nú búinn að fara í tvo túra í síðustu viku með Hannibali upp í Jósepsdal og nágrenni og þetta er þokkalega skemmtilegt sport. Er jafnvel að spá í að selja Súkkuna!


Hafsteinn fékk krossara í vor Yamaha PW50 hér er hann fullklæddur rétt eftir að hann fékk hjólið.


Fór á motoGP í Donington í sumar og þar voru þokkalega flott minibike til sölu á undir 300 pund