Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

29 June 2009

Álfsnes laugard. 27/6

Fór í Álfsnesið með Gulla og Alla frænda hans en hann er nýkominn á 450 exc hjól. Fórum um átta leitið og Atli var á staðnum líka. Búið var að setja trjákurl í brautina og var töluvert komið af bremsuhólum í hana. Kurlið var líka vel sleipt ef maður fór út úr aðallínunum í beygjum. Frábært veður og fín kvöldstund.

16 June 2009

Motomos mánud. 15/6

Fór með Hannibal í motomos í gærkveldi, fínt veður en var ekki að fíla mig fyrr en í síðustu hringjunum þá small allt saman. Snilld. Konan komin 2 daga framyfir þannig að maður hættir sér ekkert í enduro eða upp í Bolaöldu. Seldi hjólið síðasta laugardag en gaurinn skilaði því aftur af því að hann átti í erfiðleikum með að starta því og startsveifin datt af, en ég var búinn að segja kauða að það þyrfti að líma boltann fyrir hana. Hann vildi krosshjól af því að hann vildi vera í braut en fékk sér svo WR250, go figure. Ég sáttur við að fá hjólið aftur og geta notað það eitthvað meira. Langar ekki að selja það en þarf pening til að eiga möguleika á að losna við annan bílinn. Vonandi selst bara raðhúsið og þá sleppur maður við að selja hjólið.

09 June 2009

Motomos mánud. 8/6

Fór með Gulla í motomos í gær eftir vinnu, ég var mættur um 18:30 en Gulli kom um 19. Ég tók nokkra hringi þar sem það voru tveir aðrir að hjóla en flaug á hausinn eftir nokkra hringi og tók þá smá hvíld. Lenti með hjólin í sitthvoru farinu og flaug fram fyrir hjólið og lenti á maganum. Svo þegar Gulli kom fór ég aftur og þá gekk þetta betur. Geðveikt gott veður, skýjað og logn, brautin hæfilega rök og hjólið að virka vel. Hætti að hjóla rúmlega átta þar sem Heiða var í meðgöngusundi. Nú eru bara fjórir dagar í áætlaðan fæðingardag fjórða barnsins.