Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

13 September 2009

Bolaalda laugard 12/9

Fór með Hannibal í enduro í Bolaöldu. Lögðum af stað rúmlega tíu og kom heim um hálfþrjú.
Vorum í slóðunum austan við veginn upp í dal og kíktum aðeins upp í Jósefsdal. Fínt færi og gaman að keyra enduro. Fundum einhverja slóða sem ég held að ég hafi ekki farið áður þarna. Það var úði þannig að maður losaði sig við gleraugun strax og var ekkert mál að keyra án þeirra ef hraðinn var ekki mikill. Vantar samt lægri gír fyrir brölt eða bara kjark til að keyra hraðar. Hjólið er samt algjör snilld, ótrúlegt hvað ventlastillingin gerði störtin auðveldari og hjólið eyðir miklu minna en 200 hjólið.

04 September 2009

Motomos fimmtud. 3/9

Fór með Kjartani í motomos eftir vinnu. Vorum komnir um hálfsjö og vorum til að verða níu. Allt fullt af púkum til að byrja með og verið að vinna í brautinni þannig að hún var bara keyrð niðri í gryfjunni. Taldi fjórtán hjól í brautinni og var brautin þröng þar sem hjáleiðirnar voru þannig að maður lenti stundum í röð. Svo fór fólk að tínast heim og þá var bara gaman, rakastigið flott og gaman að hjóla svona stutta braut. Frábært veður og geðveikt að komast að hjóla aftur eftir allt of langt hlé.