Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

25 May 2009

Bolaalda laugad. 23/5

Fór með Hannibal og Gulla í Bolaölduna. Vorum komnir á svæðið um tvö og hjóluðum til um fimm. Fórum bæði í brautina og í enduro og var ég að fíla hjólið í botn í brautinni en í enduroinu var gírunin of há fyrir brölt og því var ég alveg búinn í kúplingshendinni.

18 May 2009

Motomos sunnud. 17/5

Fór með Gulla í Motomos. Geðveikt veður, sól og 15-18° og brautin fín. Fílaði hjólið mun betur en síðast og í lokin ætlaði ég að keyra mig út en drap á hjólinu eftir 4 og hálfan hring og var þá það þreyttur að ég gat ekki kikkað því í gang. Endaði á því að íta því að brekku og bumpstarta því niður brekkuna. Nú þarf maður að fara að taka fram þrekhjólið og koma sér í hjólaform.

07 May 2009

Motomos miðvikud 6/5

Fór fyrstu ferðina á 450sx í gær, Kjartan og Gulli komu líka ásamt Balda sem fékk að prófa hjólið hans Bigga. Brautin var fín, pollar á tveimur stöðum en ekkert til að kvarta yfir. Hjólið var erfitt allt annað en 200exc hjólið. Ég var allt of stífur til að byrja með og pumpaðist strax upp. Var óöruggastur í beygjum þar sem mótorbremsan og aflið er allt öðruvísi en á tvígengishjólinu. Í lokin var þetta orðið miklu betra ég orðin mýkri á hjólinu og farinn að fíla það alveg í botn. Hlakka til að geta farið aftur sem verður víst ekki fyrr en í næstu viku þar sem ég er að fara til að vera viðstaddur fermingu Þórdísar í Danmörku um helgina, og kannski fæ ég að hitta "tengdasoninn" þar.