Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

28 May 2010

Klaustur sunnud. 23/5

Fór á Klaustur með Kjartani, Gulla og Bjarna. Gistum á Völlum við Pétursey. Ég lenti í veseni með hjólið í keppninni og gafst upp í fyrsta hring eftir að vera í veseni með gírskiptipedalann, frambremsuna og að starta hjólinu. Ég fór 4 hringi í allt, tvo stóra og tvo stutta eftir endurræsinguna og alltaf var ég í veseni með að starta hjólinu ef ég drap á því. Gulli og Bjarni stóðu sig bara vel hjóluðu á fullu allan tíman og lenntu í 72. sæti í sínum flokki. Næst keppi ég á tvígengishjóli eða mínu með rafstarti.

14 May 2010

Suðurstrandavegur fimmtud. 13/5

Fór með frúnna í hálfsdagstúr á KTM 640 Adventure í tilefni af 15 ára áfanganum í gær, Krísuvíkurleið upp í Grindavík þar sem við fengum okkur kaffi og kakó á kaffihúsinu í höfninni og svo suðurstrandvegurinn að Strandakirkju og að Þorlákshöfn og þrengslin heim. Snilldardagur í fínu veðri á frábæru hjóli. Frúin vildi halda sig við 30-40 á malarvegunum til að byrja með en var orðin róleg á 60 í lok dags.

12 May 2010

Álfsnes þriðjud. 11/5

Fór með Kjartani, Gulla og Bigga í Álfsnesið í gærkv. Það var kominn úði þegar við komum og brautin var svakalega sleip. Valdi var með hóp á námskeiði þegar við mættum en það voru engir aðrir í brautinni. Mér tókst að togna aðeins á innanverðu lærinu þegar ég missti afturendan út undan mér og sveiflaði löppinni eitthvað til að fara ekki niður. Maður varð að vera svakalega varkár til þess að fara ekki á hausinn.

08 May 2010

Motomos föstud. 7/5

Fór í motomos með Kjartani og Lúlla í gærkvöld. Flott veður fyrir utan úðann sem gerði það að verkum að maður gafst upp á að nota gleraugun. Búið að breyta brautinni töluvert síðan ég fór síðast aðalega á efra svæðinu og er hún soldið lengri svona. Fílaði brautina vel en fannst hún erfiðari en Álfsnesið, ég náði ekki nema 4 hringjum í einu þá var maður orðinn of þreyttur í höndunum. Var soldið að missa olbogana niður og hanskarnir voru að vandræðast hjá mér, held að það sé bara að halda ekki svona mikið í stýrið. Var ekki alveg ánægður með frambremsuna hjá mér, ætla að taka hana aðeins í gegn áður en ég fer næst.

03 May 2010

Álfsnes sunnud. 2/5

Fór með Kjartani og Gulla í Álfsnes í gærkveldi. Komum á svæðið um hálfátta og vorum að hjóla til tíu. Brautin nýlöguð og geðveik. Lenti í smá vandræðum með gírpedalann sem losnaði tvisvar hjá mér úti í braut þannig að ég sat fastur í þriðja gír og kom því ekki í gang. Þá var bara sent eftir lykli/toppi út í bíl og þetta lagað. Ætli ég verði ekki að setja gengjulím á þennan bolta áður en ég fer næst. Veðrið var frábært, milt, logn og skýjað og rakastigið í brautinni frábært.