Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

30 April 2007

Mosógryfjur sunnud. 29/4

Jæja fór með Bigga í fyrstu prufuna á Kawasaki KXF250 hjólinu hans. Vorum uppi í gryfjum frá c.a. 10 til 12:30, soldið rok en hlýtt veður. Gulli kom á KTM inu hans Bjarna og Hannibal kom á sínu hjóli. Gulli hans Kalla kom þarna líka á nýju 450sxf og sýndi okkur gömlu körlunum hvernig á að hjóla.

16 April 2007

Bolalda sunnud. 15/4 07

Fór með Kjartani í Bolöldu, Gulli og Bjarni komu svo hálftíma á eftir okkur, Gulli á nýja sendibílnum sínum. Við vorum að fara frá mér um 14 og komum heim rétt fyrir sjö. Góður dagur, brautin töluvert meira grafin heldur en síðast, slept úr kafla vegna polls og drullukafli við niðurstökkið. Hjólið virkaði vel og veðrið var ágætt en lentum aðeins í hagléli á tíma.

13 April 2007

Bolalda laugard. 7/4 07

Fór með Kjartani og Hannibal í bolölduna, fyrsta sinn sem ég fer með Kjartani í sendibílinn og var það mjög þægilegt. Hjólið hjá mér lét ekki vel, fór ekki upp á snúning og er ég grunaður um að hafa aftengt powerventilinn þegar ég var að skipta út tannhjólunum og gorminum við startsveifina. Einnig varð ég bremsulaus að aftan og er ég nokkuð viss um að boltinn við dæluna er farinn að leka aftur. Ég gat hjólað mun lengur í einu á hjólinu svona enda hvíldist maður bara á beinu köflunum þar sem það vantaði afl í þá. Þá var bara einbeitt sér að beygjunum og þær teknar hraðar en venjulega.
Við rifum síðan fremra pústið af og ég fór með það í lagfæringu, þar sáum við inn á stimpilinn og nú er kominn tími til að skipta honum út. Búinn að láta Kalla panta einn svoleiðis fyrir mig.