Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

28 December 2008

Þorlákshöfn sunnud. 28/12

Fór með Kjartani upp í Þorlákshöfn, vorum komnir upp í skálann fyrir tíu og vorum að hjóla í birtingu. Vorum til rúmlega eitt og gekk hjólið bara vel, setti í það 182 main jet þar sem hitastigið var yfir 5 gráðum og veðrið var bara gott. Við vorum fyrstir þarna á svæðið en þegar við fórum var komið slatti af liði þarna.
Reyndi að fara síðustu helgi á ísinn en þá tóks mér að rústa startsveifinni áður en ég lagði af stað og því er komin ný sveif á hjólið núna.

07 December 2008

Þorlákshöfn sunnud. 7/12

Fór með Kjartani í bautina í Þorlákshöfn. Snjór yfir öllu, fór tvo hringi en þá var kúplingin hætt að virki. Fór inn á Þorlákshöfn að leita að demparaolíu og keypti gírolíu, svo þegar ég kom til baka sá ég að slangan var rofin og því ekkert hægt að hjóla meira á mínu hjóli. Fór nokkra hringi á hjólinu hans Kjartans og svo heim.