Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

28 December 2007

Bolalda miðvikud. 26/12

Fór með Bigga upp að Bolöldu, hjóluðum upp í Jósefsdal. Það var mikið af léttum snjó og auðvelt að festast. Ekkert nema bras. Fullt af fólki á jeppum, fjórhjólum og vélsleðum á svæðinu.

22 December 2007

Bolalda laugard. 22/12

Fór með Reyni upp í Bolöldu, vorum á slóðunum og í hringnum uppi í dal. Snjór yfir, hiti um frostmark og frábært veður. Vorum tveir fyrst en svo kom vinnufélagi Reynis og við vorum þrír síðasta klukkutímann. Færið var frábært, ég var á nöglum en þeir ekki og það kom ekki að sök.

10 December 2007

Bolalda Sunnud. 9/12

Kominn á nagladekk og skellti mér einn upp í Bolöldu. Var á slóðunum fyrir ofan bílastæðið í einn og hálfan tíma. Fínt færi, soldið um klaka í krossbrautinni og næst stæðunum en snjór ofar á svæðinu, enn sambandsleysi í hjálmljósinu, spurning hvort maður eigi að uppfæra ljós eða fá sér Trella, ekki alveg búinn ákveða. Nokkrir aðrir á svæðinu, eitt fjórhjól, nokkur pitthjól og svo þrír á hjólum. Einn þeirra var á skrúfum, annar á sléttum og sá síðasti á Trellum. Sá sem var á skrúfunum sagði að þær rúnuðust bara og væru þá eins og skautar ekkert grip á ísnum.