Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

27 July 2006

Álfsnes miðvikud. 26/7

Fór með Hannibal upp úr sjö upp í Álfsnes, var búið að rigna daginn áður og brautin fín en soldið sleip. Vorum komnir heim um kl. 10 en þá hafði sprungið hjá Hannibal.

21 July 2006

Álfsnes fimmtud. 20/7

Fór með Kjartani og Hannibal upp í Álfsnes í gær, vorum frá c.a. fjögur til um hálfsjö. Þá fór ég heim að grilla fyrir liðið, en þeir ætluðu að kíkja upp í mosógryfjur og skoða þær. Frekar gaman í brautinni og ekki margir komnir þar sem brautin átti að lokast kl. sjö fyrir stelpuæfingu.

20 July 2006

Álfsnes miðvikud. 19/7

Fór í Álfsnesið með Kjartani, svo kom Gulli aðeins seinna, ég var bara frá kl. 4 til 5 í brautinni og tók 3x4 hringi. Þegar ég var að fara kom Bjarni og þeir voru eitthvað áfram. Geðveikt veður og brautin töluvert þurrari og harðari en daginn áður.

19 July 2006

Álfsnes þriðjud. 18/7

Fór með Kjartani, Hannibal og Gulla í Álfsnesið í gærkveldi, fórum rúmlega sjö af stað og komum til baka rétt fyrir ellefu. Geðveik góð brautin, gott grip, gott veður og ekki mikið af liði í brautinni. Búið að breyta nokkrum köflum af brautinni.

15 July 2006

Intruderinn

Hér er gömul mynd af Intrudernum

13 July 2006

Bolalda miðv. 12/7

Fór með Kjartani, Hannibal, Gulla og Bjarna að endurast upp í Bolöldu. Fórum úr bænum um sjö og komum aftur að bílnum korter í tólf. 3 fóru upp brekkuna en ég komst ekki upp. Þetta er eitthvað sem þarf að bæta næst! Alltaf gott að hafa takmark.

10 July 2006

Álfsnes fimmtud. 6/7

Fór með Kjartan og Hannibal í Álfsnesið, fullt af fólki og brautin nokkuð góð, flestir fóru að tínast heim upp úr níu hálftíu og við vorum til um hálfellefu.