Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

31 August 2005

Álfsnes Þriðjud. 30/8

Fór með Hafstein á grasið við Álfsnesbrautina. Rigndi töluvert um daginn þannig að öll mold var súpersleip. Okkur tókst báðum að setja hjólin niður í drullunni og vorum ekki nema um hálftíma á staðnum.

30 August 2005

Landmannalaugar laugard. 27/8

Fór með Hannibal, Kjartani og Pálma upp í Landmannalaugar via Dómadal. Fórum af stað úr bænum um 9.30 og komum aftur rétt rúmlega sjö. Geðveikt veður, vorum um tvo tíma á staðnum að borða og í lauginni. Hjóluðum um 100km og ég þurfti að setja á res og hefja sparakstur þegar um 10km voru að bílunum. Þegar við komum að bílunum skilaði Kjartan sér ekki þannig að við Hannibal bættum á hjólin og brunuðum til baka. Kjartan hafði þá tekið biltu en var komin af stað aftur þegar við mættum honum. Pálmi tók svo smá biltu við bílana. Frábær ferð.


Pálmi nýstaðinn upp eftir biltu við bílana


Eitthvað rispaðist hjólið hans Kjartans á leiðinni


Stoppað á bakaleiðinni


Á leiðinni til baka


Kjartan vígalegur


Stoppað á leiðinni upp eftir


VST gengið á bílastæðinu við Landmannalaugar

22 August 2005

Mosó Sunnud. 21/8

Fór með Gulla og Pálma í brautina í mosó í gærkveldi. Tókum létta stökkæfingu í lokin. Hægt að hjóla til c.a. tíu en þá var komið töluvert rökkur og allt dimmt kl. hálfellefu.

21 August 2005


Hafsteinn á Snæfellsnesi


Fyrsta skóflustungan fyrir nýjum sumarhúsi í Skorradal.


Verið að steypa sökkla af skúrnum.

16 August 2005

Enduro mánudag 15/8

Fór með Hannibal í smá túr í gærkveldi. Lögðum bílnum við Lögbergsbr. og hjóluðum upp að gryfjunum við Jósepsdal. Vorum smá tíma þar í gryfjunum og hjóluðum síðan frá kaffistofunni niður að Lyklafelli og þaðan að bílnum aftur. Komum að bílnum um 22:20 en tíu mínútum síðar var komið myrkur.

02 August 2005

Hjólaskúr


Fyrir U2 ferðina var byrjað á framkvæmdum á hjólaskúr. Hér er búið að þjappa undir undirstöður.

U2 tónleikar


Við hjónakornin fórum á U2 tónleika í Köben um helgina, geðveikt stuð. Heiða missti heyrnina og ég röddina (kannski eitthvað samand þar á milli). Strikið var gengið a.m.k. 5 sinnum, stoppað á tveggja tíma fresti til að borða og drekka öl. Að sjálfsögðu var farið í Tívolí og skellt sér í rómantíka ferð upp í parísarhjólið.