Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

26 September 2007

Bolalda þriðjud. 25/9

Fór með Bigga og Kjartani upp í braut eftir vinnu. Hætti kl. 16:30 þurfti nú að koma við heima og ná í hjólið hans Bigga og svo var brunað upp í braut. Gulli kom svo c.a. klukkutíma síðar og við vorum hættir að hjóla eitthvað fyrir átta. Fínt veður og brautin fín, mun þurrari en síðast og því sluppum við við að þrífa. Eitthvað var ég að þreytast fyrr í kúplingshendinni fyrr en síðast, spurning um að reyna að vera slakari næst.

23 September 2007

Bolalda laugard. 22/9

Fór með Kjartani í brautina í Bolöldu. Vorum komnir upp úr 11:30 og vorum til 14:30. Brautin geðveik, stóri pallurinn snilld og breytingarnar sem gerðar hafa verið eru flottar, hlakka til að fara aftur. Veðrið var sæmilegt, smá rok og skúrir. Komumst í vatn til að skola hjólin áður en við fórum heim sem var snilld. Kjartan var eitthvað slappur eftir að vélasvið fór út að borða kvöldið áður.

16 September 2007

Bolalda sunnud 16/9

Fór með Bigga og Gulla upp í Bolöldu. Fyrsta ferðin á nýja bílnum og fyrsta skiptið á hjólinu síðan í júlí. Nú með nýjan sýlinder og stimpil. Reyndi að vera ekkert að reyna á vélina of mikið svona til að tilkeyra hana aðeins. Ætla svo að skipta um olíu áður en ég fer á það aftur. Bjarni og vinur hans komu líka og hittu okkur uppi í dal. Gott að vera komin aftur á eigið hjól.