Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

27 July 2005

Enduro Þriðjudag 26/7

Fór í gærkveldi með Hannibal og Gulla upp að lögbergsbrekku og tókum smá enduro hring þar. Hannibal sprengdi afturdekkið hjá sér þegar við vorum rétt lagðir af stað þannig að hann sneri við og beið við bílinn. Við Gulli héldum áfram og tókum ansi skemmtilegan túr þar sem löng og brött brekka var sigruð í þriðju tilraun.

23 July 2005

Álfsnes fimmtudag 21/7

Fór með Gulla í Álfsnesið á fimmtudagskvöldið. Ýtan hafði verið að laga brautina kvöldið áður og veðrið var frábært þannig að það var fullt af liði þarna. Brautin var miklu skemmtilegri heldur en á mánudaginn þegar hún var öll skorin eftir helgina.
Var keyrður niður einu sinni og fór nokkrum sinnum á hliðina en var farinn að keyra vel í lokin.

21 July 2005

Álfsnes miðvikud 20/7

Fór með Hafstein upp í Álfsnes í gærkveldi, enn nokkrir pollar í púkabrautinni en alveg hægt að hjóla hana. Hafsteinn byrjaði kvöldið á að hjóla beint út í skurð en fór svo nokkra hringi í púkabrautinni og svo hjóluðum við töluvert á grasinu.

19 July 2005

Álfsnes mánud 18/7

Fór með Gulla upp í Álfsnes í gærkveldi. Vorum einir í brautinni. Brautin var öll út í förum eftir keppnina á sunnudaginn en varð fín þegar við vorum búnir að keyra línu í hana.

13 July 2005

Mosó þriðjud 12/7

Fór með Gulla og Bjarna í brautina í mosó í gærkveldi. Var frekar ragur við brautina en tókum smá stökkæfingu í lokin.

09 July 2005

Álfsnes þriðjud 5/7


Hafsteinn


Heiða á Álfsnesi á þriðjudag.

Lyklafell mánud 4/7


Fór að hjóla á mánudaginn á Lyklafell með Pálma, Hannibal og Gulla. Soldið blautt en mjög gaman.


Nýtt tjald keypt og sett upp á Akureyri.


Jeppinn á leiðinni norður


Fjölskyldan á Hveravöllum á leið yfir Kjöl um síðustu helgi.