Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

26 August 2006

Komum frá danmörku á þriðjudagskvöldið, náði í demparana frá Einari Sig. á miðvikudaginn og setti þá undir og fékk hann til að stilla sagið á fimmtudaginn, er ekki búinn að prófa það almennilega en hjólið virkar töluvert stífara, olían var víst alveg búinn enda um 6 ára gömul. Svo í gær keyptum við GSXR 600 árgerð 2005 sem er keyrt 3000 km. Geðveikt hjól, fór nokkra hringi um hverfið og svo suðurí hafnafjörð að ná í farþegasætið og orginal pústið á það. Settum svo krakkana í pössun niður í Efstasund og fór með konuna út á Álftanes og til baka. Hjólið höndlar farþega mun betur en ég átti von á, nægur kraftur þó þetta sé ekki nema 600cc.