Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

05 January 2009

Reykjanes sunnud. 4/1

Fór með Reyni, Kjartani og fleirum alls 14 hjól í enduroferð á Reykjanesið. Keyrðum út af við Kúagerði og lögðum bílunum við háspennulínur þar. Svo var farið af stað og var bara gaman að þessu. Smá úði sem gerði það vonlaust að nota gleraugun en það sakaði ekki hjá mér. Var með lítið í að framan en pumpaði í og það hélt. Skemmtilegir slóðar þarna gríttir, sandur, klappir, gras og drulla. Einhverjir áttu í erfiðleikum með smá brekku í byrjun ferðarinnar og tókst Kjartani að prjóna vel yfir sig í henni í annarri tilraun, ég tók því hjólið hans upp þá brekkuna. Síðar var fundin önnur mun stærri brekka og reyndu flestir hana og roðnuðu þegar einn á 510 husqvarna fór upp hana með farþega aftan á. Þegar þangað var komið var ég farinn að hafa áhyggjur af bensínleysi og því reyndi ég ekkert við þessa brekku. Við vorum bara tveir á tvígengis og hvorugur með olíu og við eins langt frá bílunum og við höfðum verið. Varla sá á tönkunum hjá þeim sem voru með þá stærsta en allt var þar óblandað bensín og því mér vitagagnslaust. Því var ákv. að fara niður að veg og svo yrðum við sótt þangað. Ásgeir, Valli, Steina, Robbi, Kjartan, ég fórum því að veginum en Steina var með steikta kúplingu og Valli með brotið kúplingshaldfang. Stuttu eftir að við vorum þrjú (Steina, Robbi og ég) skilin eftir við vegin hringdi Reynir sem þá var kominn niður að bílunum og þá tók biðin við. U.þ.b. þrír tímar liðu þangað til að við vorum sótt en veðrið var gott þannig að engann sakaði. Næst verður tekið með auka-olía svo maður geti snýkt bensínið af einhverjum 4-stroke hjólurum ef maður er að hjóla með þeim. Mælirinn hjá mér sýndi 1,8 tíma keyrslu þegar hjólið stoppaði.