Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

30 May 2006

Klaustur 2006



Team VST á klaustri. Ég, Gulli, Andri og Hannibal.

Mosó fimmtud. 25/5

Fór með Hannibal, Gulla og Kjartani í gryfjurnar til að testa fyrir Klaustur, kominn aftur á 14/45 og bara að fíla það. Hannibal að prófa dempara frá Einari, þrusugóðir.

19 May 2006

Mosó fimmtud. 18/5

Í stað þess að horfa á Eurovision skelltum við Kjartan okkur í mosógryfjurnar og lékum okkur þar í rúma tvo tíma. Vorum í litla hringnum allan tímann, keyrðum hann í báðar áttir og skemmtum okkur vel.

15 May 2006

Mosó, sunnud. 14/5

Fór með Gulla og Hannibal í gryfjurnar, búinn að græja stíri og nýja keðju og tannhjól, setti 14/48 en var áður með 14/45. Nú er allt í hvínandi botni í 100km í 6. gír. Held ég fari aftur í 14/45 fljótlega, ætla samt að hjóla aðeins með þetta svona fyrst. Vorum frá átta til rúmlega tíu í frábæru veðri.

10 May 2006

Mosó þriðjudagur 9/5

Loksins, loksins komst maður að hjóla aftur, er kominn á hvít númer þannig að nú var bara brunað beint úr skúrnum og upp í gryfjur, fór með Kjartani, Hannibal, Bensa og einum öðrum tófubana. Keyrðum aðeins í gryfjunum og fórum svo slóðan upp eftir. Engin myndavél í þetta sinn.