Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

12 June 2007

Bolalda þriðjud. 11/6

Fór með Reyni upp í Bolöldu. Fórum um átta og komum aftur um ellefu. Frábært veður og fullt af fólki að hjóla. Við héldum okkur við slóðana, kíktum aðeins upp í dalinn og ég tók eina tilraun á brekkuna góðu án árangurs.

01 June 2007

Álfsnes miðv. 30/5

Fór með Bigga í Álfsnesið, vorum að leggja í hann um hálfníu. Þegar við komum upp eftir var soldið að fólki þarna og ég ákv. að læsa bílnum, ætlaði bara svo að halla skottinu en það datt í lás og því vorum við læstir úti og allt vatn og aukabensín inni í bílnum. Biggi bróðir var að passa strákana og Heiða var á kaffihúsi með vinkonum sínum. Ég sem sagt hringdi í konuna og hún kom og hleypti okkur inn í bíl um ellefu leitið. Djöfull er erfitt að hjóla þegar maður getur ekki fengið að drekka á milli. Prófaði aðeins Kawann og er á því að ég þurfi aðeins meira afl en það er að gefa. Annað hvort það eða léttast um svona tuttugu kíló eða svo. Held ég fái mér bara 450 næst eða bara að halda sig við ringdingið.