Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

27 April 2008

Álfsnes laugard 26/4

Fór með Hannibal upp í Álfsnes, Hannibal ætlaði bara að rétt að prófa og vildi því ekki taka kawann með svo við vorum bara með mitt og ætluðum að hitta Gulla uppfrá. Ég fór fyrst út í braut og var hjólið ekki að ganga vel svo ég stoppaði eftir einn hring. Kíkti í vatnskassann og sá að það var búið að leka af kassanum. Hjólið fór ekki í gang og þegar við kíktum á kertið var coolant á því. Sem sagt headpakkningin farin. Biðum eftir Gulla en hann varð bensínlaus á leiðinni og þurfti að fara á hjólinu eftir bensíni. Fór svo fjóra hringi á hjólinu hans, var ekki að fíla það, held ég haldi mig bara við tvígengis og fái mér bara tvígengis krosshjól næst. Væri helst til í 200xc hjól, nú er bara að koma húsinu upp og sjá svo til.