Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

22 June 2008

Mosó föstud. 20/6

Fór með Kjartani uppi í Mosóbrautina og vorum þar einir til að byrja með, síðan kom Einar og fór með okkur í rythmana þar sem hann reyndi að kenna mér hvernig ætti að taka þá. Eftir þó nokkrar misheppnaðar tilraunir og nokkrar bylltur gafst ég upp í bili á þessum rythmum og fór að hjóla hringinn aftur. Geðveikt að fá svona smá tilsögn í þessu. Maður verður að prófa þetta aftur næst og það verður ekki hætt fyrr en þetta hefst. Brautin var mjög þurr og mikið ryk þannig að full þörf var á að skipta um loftsýur í hvert skipti sem maður hjólar við þessar aðstæður. Hlakka til að fara aftur í brautina.

19 June 2008

Motomos þriðjud. 17/6

Fór einn og prófaði nýju brautina í mosó. Það var hvasst og fauk soldið en brautin erfið og skemmtileg. Alveg nýtt að fá rythmakafla í braut og maður á eftir að láta vaða yfir þá þegar maður fer næst. Pallurinn þar á eftir er með fullhátt fall fyrir minn smekk en annars er brautin skemmtileg. Held maður þurfi að vera duglegur að skipta um loftsýur ef maður hjólar mikið þarna.

16 June 2008

Þórsmörk með fjölskylduna 13-15.júní

Fórum í fjölskylduútilegu með VST-Rafteikningu, vorum í frábæru veðri yfir helgina og skemmtum okkur frábærlega við flugdrekaflug, gönguferðir, grill og hellaklifur.




Hannibal og Susanne voru að prufukeyra nýja RAMinn með pallhýsinu og voru sátt við hann, soldið þröngur samt fyrir þrjá.

Fórum yfir Krossá á sunnudeginum og gengum að Snorraríki.