Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

30 July 2010

Bolaalda enduro miðvikud. 28/7

Fór með Kjartani og Gulla í enduro á Bolaöldusvæðinu. Fínt kvöld en hjólið mitt er ekki enduro hjól. Langar mikið í tvígengis aftur. Næst fæ ég mér enduro hjól 2st og set í það stífari dempara og kaupi svo aukadempara á ebay þannig að maður eigi bæði cross og enduro í það eða bara kaupa xc hjól. Nú væri gott að vinna í lottó.

Motomos miðvikud. 21/7

Fór með Gulla, Kjartani, Lindu og Lúlla í motomos þar sem ég nennti ekki að fara á æfingu í Sólbrekku. Flott veður en brautin soldið þurr. Fór tvisvar á hausinn en hlaut ekki mikinn skaða.

20 July 2010

Bolaalda mánud. 19/7

Fór á æfingu í Bolaöldu, var ekki vel stemmdur, brautin þurr og sleyp. Keypti ádrepara á hjólið sem ég fékk ekki til að virka og notaði því ísádreparann og hann losnaði einu sinni í stökki sem drap á hjólinu ekki góð tilfinning. Einnig var bremsuklossinn að aftan búinn og því ekki hægt að nota afturbremsuna. Komst einhvernveginn aldrei í góðann gír á þessari æfingu en þá er bara að græja hjólið fyrir næstu æfingu og taka vel á því þá.

15 July 2010

Bolalda miðvikud 14/7

Fór á námsk. í gærkv. flott veður og var að fíla mig vel á köflum en er hálfslappur með kvef og einhvern skít í hálsinum og úthaldið var lítið.

06 July 2010

Sólbrekka mánud. 5/7

Fór á æfingu í Sólbrekku, nú er Valdi tekinn við hópnum og fórum við fyrst í beygjuæfingu og svo sýndi hann okkur hvernig ætti að fara yfir einn tvöfaldann pall sem flestir í hópnum voru búnir að taka. Ég lét svo vaða og var aðeins of stuttur í fyrstu tilraun en fór svo yfir í þeirri næstu. Fyrsta sinn sem ég tek tvöfaldann pall. Brautin var í fínu standi en æfingin endaði ekki svo vel fyrir alla því að Jói kef stökk á einn strákinn og endaði með að taka sjúkrabíl heim held ég.

01 July 2010

Jósefsdalur miðvikud. 30/6

Fór á æfingu uppi í Jósefsdal, keyrðir hringir og búnar til áttur. Fín æfing, keypti mér skó fyrir æfinguna og þarf aðeins að venjast þeim.

Álfsnes mánud. 28/6

Fór á æfingu í Álfsnesi, vorum í hring sem er við endann á brautinni. Fín æfing og gott veður. Brautin sjálf var ömuleg, orðið allt of langt síðan rignt hefur í hana.