Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

26 September 2008

Bolalda fimmtud. 25/9

Fór með Kjartani upp í Bolöldu eftir vinnu, vorum komnir um 17:30 á hjólin og hjóluðum til 19:30. Geðveikt gott veður, fórum ekkert í brautina heldur fórum upp í dal tókum hring þar og svo upp brekkuna góðu Jósepsdalsskarð og niður gilið hinum megin svo eftir slóðum niður að veg Blákolinsveg, og yfir Draugshlíðar. Fínn túr en afturdekkið alveg búið hjá mér og moldin og grasið blautt þannig að maður fór rólega þar sem ekki var grjót. Nú er kominn tími til að græja ljósin á hjólið því ef maður fer oftar eftir vinnu þá endar maður í myrkri.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home