Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

21 November 2009

Motomos laugard 21/11

Fór með Kjartani í motomos í morgun. Vorum mættir um 10 og hjóluðum til 13:30. Vorum einir til að byrja með en svo kom einn á Hondu úr Team Xslow. Ég fór á hliðina á fyrsta pallinum eftir 8m stökk þannig að maður er hálfkrambuleraður. Ég hjólaði fyrst bara fjóra leggi neðst þar sem brautin var ekki alveg klár efst en Kjartan byrjaði strax að hjóla allan hringinn. Svo þegar þriðji maður kom fórum við allir að hjóla allan hringinn. Brautin í góðu standi þarf bara að laga smá kafla efst, engin bleita í brautinni og gripið flott.

14 November 2009

Bolaalda laugard. 14/11

Fór með Kjartani í motocross í Bolaöldu. Mættum á kaffistofuna kl. 9 og vorum að hjóla til hálf eitt. Var vindur fyrst um morguninn sem feykti manni til á pöllunum efst í brautinni en svo kom logn og veðrið var eins og síðustu helgar frábært. Snilld. Kíktum á slóðavini við kaffistofuna en kvikmyndakallinn tafðist eitthvað og við fórum áður en hann kom. Helvíti kalt að vera blautur af svita og vera ekki að hreyfa sig. Hlakka til að fara aftur vonandi næstu helgi.

07 November 2009

Bolaalda laugard. 7/11

Fór með Kjartani í motocross í Bolaöldu. Vorum komnir á kaffistofuna kl 9 og hjóluðum til 12:30. Geðveikt gott veður og brautin í flottu standi. Geðveikt að fíla þetta að hjóla svona reglulega í haust.

03 November 2009

Bolaalda sunnud. 1/11

Fór á sunnudagsmorguninn í motocross með Kjartani og Danna. Þegar ég lagði af stað var fljúgandi hálka á Atlasolíu í mosó. Vorum mættir um 9 og þá var byrjað að birta og brautin var frekar hörð fyrstu hringina. Svo kom sólin og brautin mýktist og var alveg frábær. Frábært veður logn, 1-5 gráðu hiti og heiðskýrt. Hjóluðum til 12:30.