Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

24 June 2005

Lyklafell fimmtudag 23/6

Fór í brautina við Lyklafell í gærkveldi með Hannibal, Pálma og Gulla. Kjartan kom og kíkti á okkur á nýja KTM 640 hjólinu sínu. Ekki alveg hjól í crossbraut en skemmtilegt ferðahjól. Ég fór einn hring á því í brautinni en gripið í dekkjunum var frekar lítið þar sem brautin var frekar sleip. Maður fór því bara brautina í fyrsta því ekki vildi maður vera fyrstur til að leggja hjólið á hliðina.

13 June 2005

Mosó

Fór í brautina í mosó sl. fimmtudag með Pálma, Hannibal og Gulla, Bjarni var þar líka að prófa hjólið hans Gulla. Krassaði í fjórða hring og beyglaði pústið þannig að mínu hjóli var bara lagt og svo var bara fengið lánað hjá Hannibal og í öðrum hring á því drap það á sér- bensínlaust en sem betur fer vorum við með nóg af aukabensíni þannig að það var hægt að halda áfram. Er búinn að vera að drepast úr harðsperrum eftir þetta. Hef eitthvað stífnað upp við krassið en þetta er allt að jafna sig núna. Beygði pústið aftur í gær og kem því vonandi á í kvöld.

06 June 2005

Lyklafell og mosó

Fór á laugardaginn upp í brautina við Lyklafell með Pálma, þó nokkuð af fólki þar en þó bara mest 4-5 í brautinni í einu. Fór svo aftur í gærkveldi með Pálma upp í mosó og vorum þar í um 2 tíma að hjóla í frábæru veðri.

02 June 2005

Álfsnes

Fór í gærkveldi upp í Álfsnes með Hafsteini og Pálma. Hafsteinn hjólaði bara á grasinu en við Pálmi skiptumst á að prófa brautirnar. Hafsteinn sagðist hafa hjólað 55 hringi á grasinu en var orðinn þreyttur á að bíða eftir að Pálmi kláraði að hjóla í stóru brautinni áður en við fórum heim.