Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

17 December 2006

Svínadalur laugard. 16/12

Jæja nú er maður loksins kominn á nagladekk. Fór með Hannibal, Valda, Tóta, kærustu Valda og Robba upp í Svínadal. Það var gott veður en 10 stiga frost og snjórskaflar. Helvíti ánægður með dekkinn. Virkaða bara vel að vera með bílnaglana. Mátti samt ekki gefa mikið í á klakanum því það þurfti ekki mikið til að spóla. Einnig var maður ekki alveg að treysta framdekkinu, er spurning um að hjóla bara meira og kannski fá sér lengri nagla að framan seinna meir, sjáum til. Hannibal var með lengri nagla og því meira grip en fannst óþægilegt þegar hann slakaði á gjöfinni því þá missti afturdekkið gripið og leitaði til hliðar.
Við pöntuðum dekkjastand frá USA um daginn og nú liggur hann hjá ShopUSA og kemur vonandi milli jóla og nýárs til okkar.
Robbi tók soldið af myndum og video. Myndir eru á www.trialstar.tk