Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

31 May 2005

Lyklafell

Fór á sunnudaginn með Pálma, Hannibal og Hyrti (vinnufélaga Hannibals) upp í brautina við Lyklafell. Vorum tæpan klukkutíma að reyna að starta DRinu allan tíman með ádreparann inni. Svo loks þegar hjólið fór í gang virkaði það fínt. Hjóluðum í fínu veðri en brautin var soldið sleip þar sem það höfðu verið einhverir skúrir síðustu daga.

24 May 2005

Nýtt framdekk og annað hjól í skúrinn

Skellti nýju framdekki undir hjólið í fyrradag. Fór svo með Pálma að skoða DR350 í Grindavík sem hann keypti svo í gær. Fórum beint heim og náðum í hjólið mitt og svo að prufukeyrða það í mosó.

19 May 2005

Mx 5

Fór með Hannibal og Gulla í brautina við Lyklafell í gærkveldi. Veðrið var frábært og brautin ágæt en svolítið sleip á köflum.

17 May 2005

Hafsteinn

Fór í gær með Hafstein upp í Álfsnes. Vorum á grasbalanum og í krakkabrautinni í rúman klukkutíma í frábæru veðri. Fullt af liði þarna í brautunum. Fyrsta skipti á þessu ári sem Hafsteinn fer á hjólið sitt og stóð hann sig bara vel. Ætlum að vera duglegir að fara saman feðgarnir.

13 May 2005

Túr #3


Gulli, Hannibal, Alli og vinur Alla glaðir eftir góðan túr upp við Hengil í gærkveldi.


Nýja hjólið hans Gulla tekur sig bara vel við hlið KTManna.

12 May 2005

Skúr

Skipti um bremsuklossa að framan í gærkveldi. Stefnum á að hjóla eitthvað í kvöld.

09 May 2005

Mx 4

Fór í gærkveldi með Gulla og Pálma að hjóla í mosó. Fyrsta sinn sem YZ hans Gulla er tekin með. Vorum þrír með tvö hjól og í frábæru veðri c.a. 2 tíma. Ætluðum að skreppa í Álfsnes en hættum við þar sem það hafði rignt aðeins um kvöldmatarleitið.

07 May 2005

Viðhald


Fór í skúrinn í gærkveldi, setti olíu á kassann, skipti um bremsuvökva á frambremsu og setti olíu á stýrið undir bensíngjöfina þar sem hún var orðin stíf.

06 May 2005

MX 3


Fór með Hannibal og Gulla að hjóla í mosó í gærkveldi. Gulli fékk að prófa bæði hjólin og þegar ég talaði við hann áðan var hann að kaupa sér YZ 250. Svona á að gera þetta Gulli.

01 May 2005

Mx 1 og 2


Fór á föstudagskvöldið með Pálma að hjóla í mosó, skiptumst á á mínu hjóli. Og svo aftur á laugardagskvöldið með Hannibal. Vorum svipað lengi í hvort skiptið en það verður að segjast að seinna skiptið tók töluvert meira á þar sem þá var maður ekkert að bíða á meðan hinn hjólaði. Hér er mynd af Pálma á hjólinu. Þú verður að fara að versla þér hjól sjálfur strákur!