Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

14 February 2010

Snæfellsnes lau og sunnud. 13-14.feb

Fór með Kjartani og rúmlega 30 öðrum slóðavinum í þorrablótsferð á snæfellsnesið. Fengum skúri og rigningu á laugardaginn og vorum í fjöruakstri og lækjarbrölti og svo vöknuðum við á sunnudegi við frábært veður en -1°C og fórum að bæ þar sem ábúendur vilja setja upp mótorgarð. Fórum hring með einum syninum á bænum og var það um þúfur og tún upp við fjall og svo var haldið niður fyrir veg þar sem tók við mýri og drulla á köflum þá var komið mikið rok og hríð og fauk ég eitt sinn niður þegar ég var stopp á hjólinu með báðar lappir á jörðu á öxlinni við þjóðveginn. Enginn ísakstur í þessari ferð en spáð kólnandi svo vonandi kemst maður fljótlega á ísinn aftur.