Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

26 October 2009

Bolaalda sunnud. 25/10

Fór með Kjartani og Daníel í smá motocross í gærmorgun, hittumst um 9 og hjóluðum til 12. Brautin var geðveikt góð og veðrið frábært, logn og c.a. 5 stiga hiti. Snilld.

19 October 2009

Bolaalda sunnud. 18/10

Fór með Kjartani, Bigga og Gulla í smá motocross í Bolaöldunni. Vorum komnir rétt rúmlega níu upp eftir og vorum til hálfeitt. Það var um 5° hiti en skúrir og brautin var að mestu ágæt, soldið um grjót og drullusvað á einum staðnum.

04 October 2009

Búrfell og nágr. laugard. 3/10


Fórum 5 verkísingar(ég, Kjartan, Hannibal, Svenni og Kristján) og fjögur viðhengi (Gulli, Sverrir, Bjarni og Elli æsti) upp að Búrfelli. Lögðum af stað um átta og vorum komnir um tíu á staðinn hjóluðum svo á moldarstígum inn um hávaxin gróður til eitt og tókum þá hádegispásu og fylltum á hjólin. Hjóluðum svo á Heklusvæðinu eftir hádegi til að verða fimm. Frábært veður og allskonar aðstæður, moldarslóðar, smá lækjarsull, snjóskaflar, vikur og úrbræðslubrekka. Gulla tókst að stúta neðrabrettinu hjá sér og stefnuljósi en aðrir fóru heim á heilum hjólum.