Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

24 June 2010

Motomos miðvikud. 23/6

fór á 5. æfingu MXS í Motomos. Góð beygjuæfing og lenti ég tvisvar í vandræðum með að starta hjólinu. Var ekki ánægður með frambremsuna til að byrja með en svo lagaðist hún í lokin og þá var þetta frábært. Geðveikt veður, 20 gráður, logn og sól. Alltaf gott að fara í Motomos.

Álfsnes mánud. 21/6

Fór á æfingu 4 hjá MXS í Álfsnesi á mánudag. Enn ein beygjuæfingin og frábært veður og mikið ryk. Loftsían pökkuð eftir daginn. Var ekki í hjólastuði.

17 June 2010

Jósefsdalur miðvikud. 16/6

Fór á 3 æfinguna hjá MXS í gærkveldi, æfingin á mánudaginn var blásin af vegna rigningar og roks á svæðinu. Frábært veður og fín æfing, var farið í að bremsa almennilega og að fara úr standandi stöðu í sitjandi stöðu í beygjum. Í næstu viku verður svo skipt um þjálfara á hópinn.

12 June 2010

jósefsdalur mxs miðvikud. 9/6

Fór á aðra mxs æfingu uppi í dal á miðvikud. í þetta skipti kom Biggi líka en soldið seint og hjólið hans datt af kerrunni á leiðinni frá kaffistofunni. Fín æfing, hef rosagott af því að keira svona hringi ótrúlegt hvað maður hefur verið að gera þetta vitlaust í gegnum tíðina og manni finnst manni fara fram á því að keyra svona bara í hringi.

08 June 2010

Jósefsdalur MXS æfing mánud 7/6

Fór á MX æfingu hjá MXS í Jósefsdal í gær. Keyrðum upp í dal og tókum hringi þar í frábæru veðri. Farið í grunnstöðu og beygjur. Hafði mjög gott af þessu og hlakka til að fara aftur á miðvikudaginn.