Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

20 September 2004


Jæja þá er byrjað að smíða kerru fyrir hjólið.

13 September 2004

Enduro

Jæja þá er búið að selja súkkuna og kaupa Golf í staðinn. Súkkan fór á 360 og bíllinn var keyptur á 300. Svo á restin að fara í kerru sem ég er að spá í að smíða.
Fór í gær með Hannibal að hjóla. Hjóluðum í c.a. 3 tíma norður af Litlu Kaffistofunni. Mjög skemmtilegir slóðar, fylgdum árfarvegi sem við krossuðum örugglega 20 sinnum og urðum frekar blautir við það. Fengum fínt veður, einhver rigning á köflum en þar sem við vorum hvort sem er blautir eftir ánna þá gerði það ekkert til.

02 September 2004

Stutt grasæfing

Jæja loksins fór fjölskyldan saman að drullumalla, fórum upp í Álfsnes í gær, þar voru allar brautir blautar og bara hægt að vera á grasinu. Heiða var soldið rög að fara að stað þar sem að hún hafði síðast séð vin hans Pálma taka backflip á hjólinu, en þegar hún var komin á stað gekk henni bara vel. Hafsteinn var duglegur og var að allan tímann. Myndavélin gleymdist heima og er því ekki enn búið að taka myndir af neinum á nýja hjólinu.