Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

17 October 2006

Jeppaferð VST sunnud. 16/10

Fór með Kjartani og Sveini ásamt jeppafólki af VST upp frá Keldum fram hjá Hungurfit, Krók og svo norður. Lögðum af stað úr bænum um hálfníu og hittum jeppaliðið á Hellu. Fengum gott veður megnið af leiðinni. Þó nokkur vöð voru á leiðinni og á síðasta vaðinu fóru bæði Svein og Kjartan á hliðina. Komum báðum hjólunum af stað eftir um klukkutíma puð og þá var komin rigning og rökkur, síðasti spölurinn var farinn í myrkri og rigningu. Alls voru hjólaðir um 160 km og ég var kominn heim rétt fyrir tíu um kvöldið.


Kjartan klár í slaginn


Kristján fararstjóri prófar WR-ið

Kjartan í fyrsta vaðinu.



Hjólin ferjuð yfir göngubrúnna.




Kjartan nýbúinn að lyfta hjólinu upp úr ánni.

08 October 2006

bolalda föstud. 6/10

Fór með Hannibal og Gulla í brautina við Bolöldu. Vorum frá c.a. hálffjögur til að verða sex. Sólin var að angra okkur fyrripartinn þannig að maður blindaðist á tveim til þrem stöðum en svo fór hún bak við fjall og þá varð þetta mun betra. Pumpaðist allt of mikið þar sem ég var í síðerma flísbol undir olbogahlífunum.