Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

20 February 2006

Mosó Laugard 18/2

Fór með Kjartani og Hannibal í endurotúr út frá mosógryfjunum. Hannibal á nýju hjóli 400exc. Tókum skemmtilegan slóða um 20km upp úr í átt að Skálafelli. Gulli og Hannibal fóru svo aftur þarna á sunnudeginum en þá var víst allt mun blautara og minna um klaka og snjó. Aldrei þessu vant var myndavél með og hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr túrnum.


Hannibal með nýja hjólið


Kjartan tekur þetta med trompi


Kjartan spólar sig upp úr


Stoppað í myndatöku eftir eina ánna.

12 February 2006

Mosó Laugard 11/2

Fór í gær með Kjartani og Bigga í gryfjurnar. Fór fyrst með Hannibal og Kjartani á Yamahakeppni í Kópavogi. Hannibal kom líka í gryfjurnar og prófaði hjólið hans Kjartans. Vorum um 3 tíma að hjóla og veðrið var fínt, heiðskýrt og um 5 gráðu hiti. Fullt af liði að hjóla þarna. Enduðum daginn með því að þurfa að hringja á Hafrúnu til að koma með auka bíllykil til okkar því að Kjartan var farinn heim til sín með bíllykilinn minn. Spurning um að græja band um hálsinn með lykil eins og litlu börnin eru með þegar maður er að djöflast svona vasalaus.

07 February 2006

Mosó Laugard. 4/2

Fór með Kjartani og Bigga í mosógryfjurnar á laugardaginn. Biggi var að fara í fyrsta sinn og gekk bara vel. Hann var á DR-num hans Pálma. Endaði fyrsta og eina stökkið sitt á því að keyra inn í gaddavírsgirðingu. Ég var bremsulaus að aftan og með slappar frambremsur, eitthvað sem þarf að skoða betur. Prófaði nýja hjólið hjá Kjartani en þetta var fyrsta sinn sem það fór í drullu, rosaskemmtilegt hjól. Stefnum á að fara með Bigga aftur amk einu sinni áður en við förum út 2. mars.