Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

27 August 2008

Bolalda og Motomos laugard+sunnud. 23 og 24/8

Var á námskeiði hjá Gulla 111 og James Robinson bæði á laugardaginn í Bolöldu og svo í mosó á sunnudaginn. Fannst ég læra fullt hjá þeim og hlakka til að komast aftur á hjólið. Varð bensínlaus þegar 5 mínútur voru eftir af tímanum en náði niðri að bíl og setti meira bensín á en tók þá eftir að það var sprungið að framan hjá mér. Hvor dagurinn var 3 tímar og var keyrt nánast allan tímann með stuttum pásum. Er enn að finna fyrir harðsperrum á miðvikudegi.

17 August 2008

Sauðárkrókur sunnud. 17/8

Fór með Heiðu í 10 ára brúðkaupsafmælisferð í Skagafjörðinn. Gistum í bændagistingu við Varmahlíð á föstudagskveldinu. Fórum í vesturfarasafnið á Hofsósi og svo á motocrosskeppni á Sauðárkróki á laugardeginum. Gistum svo að Hólum í Hjaltadal á laugardagskveldinu. Svo fór ég aðeins að hjóla í brautinni á Sauðárkróki á sunnudeginum og eftir það skelltum við okkur í Grettislaug. Helvíti gaman að hjóla þarna í fyrsta skipti, fín braut en hún var ansi vúppsuð eftir keppnina daginn áður á köflum.

05 August 2008

Motomos mánud. 4/8

Fór í motomos brautina, Hannibal kom með til að skoða brautina og taka myndir. Var einn í brautinni og ekki alveg að fíla mig en skemmti mér samt vel. Hjólið virkaði fínt og brautin var ágæt, aðeins breytt frá því að ég var hér síðast en bara skemmtilegri held ég. Verð að fara aftur fljótlega.