Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

22 June 2008

Mosó föstud. 20/6

Fór með Kjartani uppi í Mosóbrautina og vorum þar einir til að byrja með, síðan kom Einar og fór með okkur í rythmana þar sem hann reyndi að kenna mér hvernig ætti að taka þá. Eftir þó nokkrar misheppnaðar tilraunir og nokkrar bylltur gafst ég upp í bili á þessum rythmum og fór að hjóla hringinn aftur. Geðveikt að fá svona smá tilsögn í þessu. Maður verður að prófa þetta aftur næst og það verður ekki hætt fyrr en þetta hefst. Brautin var mjög þurr og mikið ryk þannig að full þörf var á að skipta um loftsýur í hvert skipti sem maður hjólar við þessar aðstæður. Hlakka til að fara aftur í brautina.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home