Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

30 March 2008

Sólbrekka sunnud. 30/3

Fór í skúrinn um hálf níu í morgun og skipti nagladekkinu að aftan út fyrir slitið S12. Biggi kom svo rúmlega níu setti í loftsíu í Kawann og svo fórum við á Hiacinum til Gulla. Hann var steinsofandi þegar við komum svo við þurftum að reka hann á fætur og setja 400 hjólið í bílinn. Fórum svo upp í Sólbrekku þar sem bossinn hans Bigga var kominn til að prufa hjólin. Gaurinn búinn að galla sig upp í Ameríkunni en eftir að kaupa hjólið. Brautin var ansi hörð í byrjun en svo þegar fullt af liði var komið í brautina og búið að keyra hana til var þetta bara gaman. Soldið rok sem gerði stökkin spennandi, lennti einu sinni þegar ég treysti á rokið í því að ekkert rok var þannig að ég lenti eftir stökk í 4 þannig að ég keyrði beint út úr brautinni. Kom heim um hálffjögur eftir frábæran dag.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home