Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

29 October 2005

Vetur

Er mikið að spá í að hvað maður eigi að gera nú þegar vetur er kominn.
Valmöguleikarnir eru nokkrir:
0 Ekkert- hjóla bara á venjulegum dekkjum=> verður væntanlega lítið hjólað.
1 Kaupa nagladekk => kostar um 40þ.kr.
2 Kaupa skrúfur sem skrúfast að utan á dekkin.=> grunar að gripið sé eitthvað betra en á nöglum en veit ekki með endinguna
3 Kaupa skrúfur sem fara í gegnum dekkin => held að það gefi besta gripið.
Fann þetta á spjalli motocross.is: Skrúfur: 600 stk af 4,0x25mm ryðfríum skrúfum með skrúfgangi alveg upp að haus Dekk ekki of stóra kubba og sem flesta = fleiri skrúfur, dekkin úr hörðu gúmmíi.Aðferðin:spreyja dekkin að innan með hvítu spreyi svo götin sjáist. Bora dekkið að utan frá með 2mm bor og inn í dekkið 2-3 skrúfur/kubb. Festa slöngur inn í dekkin með límkítti.
Hallast mest að aðferð nr. 2 ætla að skoða það í næstu viku.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home