Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

29 May 2007

Klaustur Laugard. 26/5

Kjartan kom inn í lið VST í stað Hannibals, þar sem öxlin hans er enn í maski. Ég tók startið og fór fyrsta hringinn, gekk bara ágætlega en þegar ég kom inn eftir hann frétti maður að það átti að endurræsa kl. 13. Ég tók því það start líka. Við vorum búnir að ákveða að skipta um við bílinn hans Gulla í stað þess að skipta í pittinum (keppnisskapið alveg í lágmarki). Þegar ég kom til baka eftir fyrsta hring þurfti ég að rúnta um svæðið að leita að Kjartani því hann var við bílinn hans Gulla sem ég vissi ekkert hvar var. Kjartan tók svo næsta hring og ég svo þann þriðja sem var sá erfiðasti því að sandurinn var orðin mjög grafinn. Svo byrjaði að snjóa og rigna og ég ætlaði sko ekki að taka fleiri hringi en þegar Kjartan kom aftur var maður búinn að skipta um skoðun og sandurinn orðin mun betri í rigningunni. Síðustu tvo hringina var maður svo að berjast við krampa í löppunum og því erfitt að hjóla. Kjartan hafði tjáð áhyggur af þoli sínu en kom svo öllum á óvart og bætti alltaf tímann hjá sér eftir því sem lengra dró. Gulli og Bjarni keyrðu allan tímann á fullu en Gulli flaug á hausinn í síðasta hring, fékk krampa í löppina og kom ekki hjólinu í gang og var því dreginn síðasta spölinn. Þeir enduðu því með að hjóla einum hring meir en við.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home