Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

20 November 2008

Bolalda miðvikud. 19/11

Fór með Kjartani í Bolölduna, í fyrsta sinn sem er keyrt með ljósin í myrkri. Vorum komnir um átta og ég var í vandræðum með hjólið mitt. Fyrst var það of ríkt, stútaði kerti og hélt sér ekki í gangi í hægagangi, þegar ég hafði lagað það þá var of lítill vökvi á kúplingunni þannig að það dugði ekki að toga í hana nema stundum og því frekar leiðinlegt að hjóla þannig. Hjóluðum til c.a. hálftíu. Alveg hægt að hafa gaman af því að hjóla með þessi ljós. Kjartan var með sitt fest á stýrið og var bara mjög sáttur við það. Hjálmljósið hjá mér slökkti stundum á sér, ætli maður fjárfesti ekki bara í batteríi næsta vetur ef gengið verður eitthvað skárra þá. Hitt ljósið dugar þangað til.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home