Hjóladagbókin

Hugmyndin er að setja hér myndir af hjólaferðum og sitthvað annað sem mér dettur í hug.

29 June 2006

Bolalda miðvikud. 28/6

Ég, Kjartan og Hannibal hættum um kl. 15 í vinnunni í gær og skelltum okkur upp í Bolöldu, ætluðum á Selfoss en leist ekkert á veðrið, var spáð rigningu þannig að við prófuðum brautina í Bolöldunni. Mér tókst að fara framfyrir mig í fyrstu lotu í brautinni og braut annað stefnuljósið af hjólinu hjá mér. Mikið var af grjóti í brautinni og mikið af lausu efni í beygjunum en eftir nokkra hringi var þetta bara gaman. Fórum líka í enduroslóðana og enduðum með að reyna að elta Einar Sig. upp brekku inni í Jósefsdal. Hann var þar með hóp í endurokennslu og gaf okkur nokkra punkta sem þarf að æfa á næstunni. Markmiðið er að komast upp þessa brekku fyrir lok sumars.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home